„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir að félagið hafi eftir síðasta tímabil ákveðið að færa liðið enn frekar inn í atvinnumannaumhverfi. Vísir/Sigurjón Ólason Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn