Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 15:38 Fötluð börn eru talin um fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi. Vísir/Vilhelm Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun. Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun.
Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira