„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 12:17 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. STÖÐ2 Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét. Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét.
Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51
Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56