Sir Alex hefur þekkt Marcus Rashford síðan strákurinn var sjö ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 13:01 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford. Getty/Michael Regan Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sendi framherjanum Marcus Rashford flotta kveðju í gærkvöldi. Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira