Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 09:33 Jon Ossoff mun líklega sigra andstæðing sinn David Perdue og verða fimmtugasti öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. AP/Branden Camp Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira