Foden um Guardiola: Hann er snillingur í þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2021 23:00 Phil Foden fagnar marki sínu með fyrirliðanum Kevin de Bruyne. Visionhaus/Getty Phil Foden, miðjumaður Manchester City, sparaði ekki hrósið á stjóra sinn, Pep Guardiola, eftir sigur Manchester City á Chelsea í gær. City vann 3-1 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. City spilaði frábæran fótbolta í fyrri hálfleik en heimamenn í Chelsea voru heillum horfnir. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er City komið á siglingu og er nú fjórum stigum á eftir toppliðunum með einn leik til góða. Foden hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri í byrjunarliði City að undanförnu og hann var í byrjunarliðinu í gær. Þakkaði hann traustið með einu marki en hann hrósaði leikaðferð Guardiola í stóru leikjunum. Four-goals and a fine #FACup victory #OnThisDay last year #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/4HEjBgt31f— Manchester City (@ManCity) January 4, 2021 „Hann er alltaf með góða taktík klára þegar við erum á leið í stóra leiki eins og þennan. Hann er snillingur í þessu og eins og þú gast séð þá spiluðum við virkilega vel,“ sagði Foden. „Við stóðum hátt og breitt og spiluðum út í vængina. Það gerðum við virkilega vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust í búningsklefann og við viljum gjarnan keyra áfram og gera þetta oftar núna,“ bætti hann við. Næsta verkefni City er á miðvikudagskvöldið er liðið mætir grönnum sínum í Manchester United í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
City spilaði frábæran fótbolta í fyrri hálfleik en heimamenn í Chelsea voru heillum horfnir. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er City komið á siglingu og er nú fjórum stigum á eftir toppliðunum með einn leik til góða. Foden hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri í byrjunarliði City að undanförnu og hann var í byrjunarliðinu í gær. Þakkaði hann traustið með einu marki en hann hrósaði leikaðferð Guardiola í stóru leikjunum. Four-goals and a fine #FACup victory #OnThisDay last year #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/4HEjBgt31f— Manchester City (@ManCity) January 4, 2021 „Hann er alltaf með góða taktík klára þegar við erum á leið í stóra leiki eins og þennan. Hann er snillingur í þessu og eins og þú gast séð þá spiluðum við virkilega vel,“ sagði Foden. „Við stóðum hátt og breitt og spiluðum út í vængina. Það gerðum við virkilega vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust í búningsklefann og við viljum gjarnan keyra áfram og gera þetta oftar núna,“ bætti hann við. Næsta verkefni City er á miðvikudagskvöldið er liðið mætir grönnum sínum í Manchester United í undanúrslitum enska deildarbikarsins.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira