Nota einungis myndefni frá Atlavík í nýju tónlistarmyndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2020 10:29 Hugar gefur út myndband við lagið Atlavík. Hljómsveitin Hugar gaf út sína fyrstu plötu árið 2014. Síðan þá hefur hún átt mikilli velgengni að fagna um heim allan og hefur tónlist hljómsveitarinnar meðal annars verið streymt yfir 50 milljón sinnum á Spotify. Það eru þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sem skipa bandið. Árið 2019 kom síðan út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, Varða, hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hljómsveitin spilað yfir hundrað tónleika um alla Evrópu, Bandaríkin og Asíu á síðustu misserum. Hugar frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Atlavík hér á Vísi en myndbandið er aðeins samanklippt myndefni frá útihátíðinni Atlavík. Hátíðin var haldið í Hallormsstaðarskógi um verslunarmannahelgina árin 1980-1985. „Lagið Atlavík varð til út frá einhverjum nostalgískum pælingum um stemminguna á Íslandi áður en við fæddumst. Bjórbann og innanlandsflug, útihátíðir og gömlu tjöldin, Ringo Starr og 80´s klæðnaður var allt eitthvað sem heillaði mikið og lagið hét alveg frá byrjun Atlavík,“ segir Bergur. Ólýsanleg stemning „Það var síðan seinna sem við fórum aðeins að kafa í þetta og fundum þetta myndefni hjá RÚV sem sýnir alveg ólýsanlega góða stemmingu. Veðrið rosalega gott og allir í banana stuði. Foreldrar okkar voru á svæðinu og við vorum svona mest að vona að við gætum séð glitta í þau en það hefur því miður enn ekki tekist, en sennilega geta einhverjir séð einhverja sem þeir kannast við og hlegið dátt.“ Hann segir að toppurinn á ruglinu sé að sjá fyrir sér Ringo Starr á svæðið af einhverjum ótrúlegum ástæðum. „Þar sem Jakob Frímann kom nú líklega eitthvað við sögu og svo að hann hafi einhvern veginn endað upp á sviði með Stuðmönnum. Við áttum auðvitað að vera á tónleikaferðalagi akkúrat um þessar mundir sem ekki varð svo við ákváðum að taka okkur saman og klára að gera tónlistarmyndband úr þessu efni við lagið til að reyna að miðla þessari stemmingu. Þetta er líka eitthvað Ísland sem útlendingar hafa ekki séð áður, engir hverir, fjöll eða fossar heldur bara alvöru íslensk útihátíð. Það er líka skemmtilegt á þessum undarlegu tímum að stökkva aðeins í tímavélina og rifja upp þessa goðsagnakenndu samkomu, svona í miðju samkomubanni.“ Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Hljómsveitin Hugar gaf út sína fyrstu plötu árið 2014. Síðan þá hefur hún átt mikilli velgengni að fagna um heim allan og hefur tónlist hljómsveitarinnar meðal annars verið streymt yfir 50 milljón sinnum á Spotify. Það eru þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sem skipa bandið. Árið 2019 kom síðan út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, Varða, hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hljómsveitin spilað yfir hundrað tónleika um alla Evrópu, Bandaríkin og Asíu á síðustu misserum. Hugar frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Atlavík hér á Vísi en myndbandið er aðeins samanklippt myndefni frá útihátíðinni Atlavík. Hátíðin var haldið í Hallormsstaðarskógi um verslunarmannahelgina árin 1980-1985. „Lagið Atlavík varð til út frá einhverjum nostalgískum pælingum um stemminguna á Íslandi áður en við fæddumst. Bjórbann og innanlandsflug, útihátíðir og gömlu tjöldin, Ringo Starr og 80´s klæðnaður var allt eitthvað sem heillaði mikið og lagið hét alveg frá byrjun Atlavík,“ segir Bergur. Ólýsanleg stemning „Það var síðan seinna sem við fórum aðeins að kafa í þetta og fundum þetta myndefni hjá RÚV sem sýnir alveg ólýsanlega góða stemmingu. Veðrið rosalega gott og allir í banana stuði. Foreldrar okkar voru á svæðinu og við vorum svona mest að vona að við gætum séð glitta í þau en það hefur því miður enn ekki tekist, en sennilega geta einhverjir séð einhverja sem þeir kannast við og hlegið dátt.“ Hann segir að toppurinn á ruglinu sé að sjá fyrir sér Ringo Starr á svæðið af einhverjum ótrúlegum ástæðum. „Þar sem Jakob Frímann kom nú líklega eitthvað við sögu og svo að hann hafi einhvern veginn endað upp á sviði með Stuðmönnum. Við áttum auðvitað að vera á tónleikaferðalagi akkúrat um þessar mundir sem ekki varð svo við ákváðum að taka okkur saman og klára að gera tónlistarmyndband úr þessu efni við lagið til að reyna að miðla þessari stemmingu. Þetta er líka eitthvað Ísland sem útlendingar hafa ekki séð áður, engir hverir, fjöll eða fossar heldur bara alvöru íslensk útihátíð. Það er líka skemmtilegt á þessum undarlegu tímum að stökkva aðeins í tímavélina og rifja upp þessa goðsagnakenndu samkomu, svona í miðju samkomubanni.“
Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira