Fá alltof margar tilkynningar um fólk í sóttkví sem fer út í búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:02 Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira