Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 10:00 Þorvaldur Örlygsson í leik með Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Bob Thomas Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls. Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls.
Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira