Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 13:31 Það gekk töluvert mikið á í aðdraganda matarboðsins. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið. Matur Eva Laufey Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið.
Matur Eva Laufey Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira