Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 23:29 Lögregluþjónn stendur vörð við aðra moskuna sem ráðist var á. AP/Vincent Yu Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira