Börn í Vestmannaeyjum virðast ekki hafa dreift smiti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:00 Gríðarlega umfangsmikil skimun hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum síðustu daga. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Eyjum af öllum sveitarfélögum á Íslandi. „Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25
Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28