Borgaraleg skyldustörf Lárus S. Lárusson skrifar 22. mars 2020 12:01 Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar