Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:00 Kári Gunnarsson er fremsti badmintonspilari landsins. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00