Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna Andri Eysteinsson skrifar 20. mars 2020 18:47 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Samherji nú með yfirtökuskyldu í Eimskip. Gengið var frá kaupum Samherja Holding á 3,05% hluta í Eimskip 10. Mars síðastliðinn og átti félagið því 30,11% heildarhlut í Eimskip. Líkt og áskilið er í lögum var Samherja því skylt að senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Heimild er í lögum fyrir því að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. Í tilkynningu frá Samherja í dag kemur fram að Samherji Holding hafi sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá áðurnefndri yfirtökuskyldu. Vísar Samherji þar til fordæmalausra aðstæðna sem myndast hafi í efnahagskerfinu vegna kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja Holding í tilkynningunni. Er viðskipti Samherja Holding með hlut í Eimskip voru tilkynnt fyrr í mánuðinum sagði að tilgangur kaupanna væri fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefði á rekstri Eimskips. Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Samherji nú með yfirtökuskyldu í Eimskip. Gengið var frá kaupum Samherja Holding á 3,05% hluta í Eimskip 10. Mars síðastliðinn og átti félagið því 30,11% heildarhlut í Eimskip. Líkt og áskilið er í lögum var Samherja því skylt að senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Heimild er í lögum fyrir því að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. Í tilkynningu frá Samherja í dag kemur fram að Samherji Holding hafi sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá áðurnefndri yfirtökuskyldu. Vísar Samherji þar til fordæmalausra aðstæðna sem myndast hafi í efnahagskerfinu vegna kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja Holding í tilkynningunni. Er viðskipti Samherja Holding með hlut í Eimskip voru tilkynnt fyrr í mánuðinum sagði að tilgangur kaupanna væri fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefði á rekstri Eimskips.
Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira