Stuðningsmenn Liverpool sagðir vera þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 11:30 Stuðningsmaður Liverpool lætur menn heyra það í leik Liverpool og Chelsea á Anfield. Getty/Simon Stacpoole Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14 Enski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14
Enski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira