Tuttugu heilbrigðisstarfsmenn og tveir lögregluþjónar í sóttkví á Húsavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:53 Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Vísir Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14