Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:14 Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Vísir/Getty Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent