Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 14:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrimsson á æfingu með íslenska landsliðinu. EPA/CHRISTIAN CHARISIUS Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira