Bergrún og Hilmar valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:50 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson eru íþróttafólk ársins. Youtube/ ParaSport Iceland Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube
Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira