Brexit mun hafa mikil áhrif á leikmannakaup enskra knattspyrnuliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 09:00 Eftir að Bretland segir sig úr Evrópusambandinu mun það reynast félögum erfðara að kaupa leikmenn erlendis frá. Marc Atkins/Getty Images Það var vitað að brotthvarf Bretlandseyja úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á ensk knattspyrnufélög. Munu félög ekki geta keypt leikmenn undir 18 ára aldri og þá verður atvinnuleyfiskerfi leikmanna byggt á stigakerfi. Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar. Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar.
Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira