Whamageddon 2020: Hvenær dettur þú út? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 22:03 Fólk er misspennt fyrir að heyra Last Christmas í aðdraganda jólanna. Á miðnætti hefjast leikar. Desember gengur í garð og áskorun ársins hefst. Hversu lengi heldur þú út? Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.) Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.)
Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira