Klopp: Hann spilar á tólf hljóðfæri í hljómsveitinni okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 10:30 Roberto Firmino fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á völlinn í Meistaradeildarleik fyrr í vetur. Getty/Peter Powell Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira