Útrásin sem klikkar ekki Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sigtryggur Baldursson skrifa 24. nóvember 2020 10:32 Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun