Útrásin sem klikkar ekki Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sigtryggur Baldursson skrifa 24. nóvember 2020 10:32 Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun