Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:45 Albert Jónsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum. EINAR ÁRNASON Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“ Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“
Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira