Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 16:11 Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segja stuðning stjórnvalda til þeirra skorta. Vísir/Vilhelm Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36