Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 08:43 Jared Kushner (t.v.) er sagður hafa reynt að fá Trump forseta til að íhuga að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í gær var staðfest að Joe Biden hefði borið sigurorð af forsetanum. Win McNamee/Getty Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09