Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:30 Vonast er til að börnin þori að segja foreldrum eða kennurum frá vanda sínum eftir að hafa haft samband við hjálparsímann. Mikilvægt sé að börnin ræði við einhvern. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.
Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51