Eins og hrekkjusvín sem stelur matarpeningum Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 13:30 Marcus Rashford átti magnaða innkomu á Old Trafford í gær. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01
Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01
Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55
Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31