„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 15:00 Íslenska kvennalandsliðið er ósigrað í undankeppni EM. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Enrique léttur eftir leik: „Við erum bóndadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Enrique léttur eftir leik: „Við erum bóndadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn