Liverpool liðið fær ekki á sig mark með Fabinho í miðverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 15:00 Fabinho í leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki bara frábær miðjumaður heldur mjög góður miðvörður líka. EPA-EFE/Shaun Botterill Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira