Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 10:13 Gunnar Jóhann Gunnarsson við veiðar á norskum miðum. Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. Fram kemur í frétt Mbl að dómurinn hafi verið kynntur fyrir Gunnari Jóhanni í fangelsinu en ekki í sérstöku þinghaldi af sóttvarnasjónarmiðum. Dómurinn virðist vera í samræmi við kröfur saksóknara í málinu sem höfðu farið fram á það að Gunnar Jóhann yrði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar, á þeim grundvelli að drápið hafi verið framið af yfirlögðu ráði. Hann hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Að sama skapi virðist dómurinn ekki hafa tekið tillit til röksemda Bjørns Andre Gulstad, verjanda Gunnars Jóhanns sem taldi að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Gunnar Jóhann sagðist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Sagði hann að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísla Þór var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl sagði að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann var þó ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. Fram kemur í frétt Mbl að dómurinn hafi verið kynntur fyrir Gunnari Jóhanni í fangelsinu en ekki í sérstöku þinghaldi af sóttvarnasjónarmiðum. Dómurinn virðist vera í samræmi við kröfur saksóknara í málinu sem höfðu farið fram á það að Gunnar Jóhann yrði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar, á þeim grundvelli að drápið hafi verið framið af yfirlögðu ráði. Hann hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Að sama skapi virðist dómurinn ekki hafa tekið tillit til röksemda Bjørns Andre Gulstad, verjanda Gunnars Jóhanns sem taldi að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Gunnar Jóhann sagðist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Sagði hann að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísla Þór var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl sagði að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann var þó ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01
Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01