Van Dijk ætlar að snúa aftur sterkari en nokkru sinni Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 07:31 Virgil van Dijk mun ekki spila með Liverpool næstu mánuðina eftir þessa tæklingu Jordan Pickford. Getty/Laurence Griffiths Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT
Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30