Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 08:31 Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum. EPA/PATRICK VAN KATWIJK Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira