KSÍ bíður nákvæmari upplýsinga en stutt í stóru ákvörðunina Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 15:01 Guðni Bergsson og hans fólk í höfuðstöðvum KSÍ hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og vikur. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“ KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00