Henry í áfalli eftir val þjálfarans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 12:31 Amandine Henry hefur lengi verið í stóru hlutverki í franska landsliðinu. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur á EM 2017, áður en Henry fiskaði víti seint í leiknum með leikaraskap. Getty/Christopher Lee Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn