Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Ásmundur Einar Daðason skrifar 9. október 2020 10:00 Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun