Man United keypti engan leikmann af óskalista Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á hliðarlínunni í 6-1 tapinu á móti Tottenham. Getty/Alex Livesey Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira