Stefnir í metkjörsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:58 Skilti vísar kjósendum að utankjörfundarstað í Norwood í Ohio. AP/Aaron Doster Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira