„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2020 21:40 Birkir Már Sævarsson spilaði sig aftur inn í landsliðið með frammistöðu sinni með Val í haust. VÍSIR/VILHELM Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn