Dómarar verða minna strangir varðandi hendi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 13:01 Martin Atkinson dæmdi hendi á Victor Lindelöf, eftir að hafa skoðað atvikið á skjá, en hefði sennilega sleppt því miðað við nýju viðmiðin. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30