Graeme Souness á því að Liverpool gæti líka stungið af í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:01 Sadio Mane í leik með Liverpool á móti Manchester City á síðasta tímabili. Getty/Andrew Powell Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira