Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2020 19:38 Séra Karl Sigurbjörnsson segir trúna styrk í hörmungum á borð vði kórónuveiruna. „Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðkirkjan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira