Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 15:32 Geir fer á kostum í laginu og myndbandinu. „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
„Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn
Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira