Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 15:22 Caroline Seger var tolleruð eftir að Svíþjóð vann England í leiknum um bronsverðlaunin á HM í fyrra. vísir/getty Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland EM 2021 í Englandi Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn