Samfélagsmiðlablekkingin Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2020 12:01 Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar