Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:03 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Vilhelm/Aðsend Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi. Reykjavík Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi.
Reykjavík Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“