Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 21:37 Skjáskot af umfjöllun Breitbart. Þar er auglýsing sögð sýna Jesú í mynd skeggjaðrar konu með brjóst. Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess. Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess.
Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15