Arteta: Aubameyang getur komist í hóp bestu leikmanna heims hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 10:30 Pierre-Emerick Aubameyang með föður sínum á Emirates leikvanginum í gær eftir að gengið var frá nýjum samningi. Getty/Stuart MacFarlane Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira