Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2020 22:31 Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ, á kartöfluakrinum í kvöld. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira